Luxury Ellman FM – Heilsurúm
280.900kr. – 434.400kr.
Ellman Firm er stórbrotin heilsudýna úr Luxury línunni frá King Koil. Ellman Firm er eins og nafnið gefur til millistíf pokagormadýna sem skartar fimm svæða gormakerfi og vönduðu þægindalagi.
Amerískar pokagormadýnur hafa ávallt verið fremstar í flokki. Þær fjaðra og dempa vel, auðvelda hreyfingu á næturna og veita afbragðs öndun.
Ellman Firm er stífari útgáfan af Crosby Plush sem má skoða hér.
King Koil – Made in USA since 1898
Luxury Ellman Firm er fyrsta flokks millistíf heilsudýna með fimmsvæðaskiptu pokagormakerfi sem veitir fullkominn stuðning á réttum stöðum til að mynda undir mjóbaki og öxlum.
Reinforced Edge Perimeter pokagormakerfið í Luxury línunni er einnig með sérstaklega styrkta kanta sem stækkar svefnflötinn og tryggir að auðvelt sé að rísa úr rekkju.
Dýnuverið sjálft er sérstök hönnun King Koil, en það er úr örverueyðandi Safeguard áklæði og inniheldur AdvantaGel™ gelblandaðan svamp sem eykur kælingu og stuðlar að bættri öndun dýnunnar.
Luxury Ellman Firm heilsudýnan er millistíf.
Dýnuverið utan um Luxury Ellman Firm heilsudýnuna er tvíþætt:
- Dýnuverið sjálft er úr Safeguard áklæði, en það er spunnið úr örverueyðandi trefjum sem koma í veg fyrir að rykmaurar og aðrar örverur fái að njóta sín í draumadýnunni þinni.
- Á milli laga í dýnuverinu er síðan AdvantaGel™, háþróaður gelblandaður svampur, sem hjálpar til við að hitastýra svefnfletinum og auka öndun dýnunnar.
- 2,5cm Firm Performance svampur
Performance svampurinn er milliþéttur og stífur kaldsvampur sem veitir jafnan og góðan stuðning við allan líkamann.
Þessi útfærsla hentar oft mjög vel þeim sem kjósa að sofa á bakinu.
- 20cm Reinforced Edge Perimeter pokagormakerfi
Reinforced Edge Perimeter pokagormakerfið er fimmsvæðaskipt sem þýðir að það veitir góðan stuðning undir mjóbakið en gefur eftir undir axlasvæðinu.
Pokagormakerfi eru hönnuð til þess að minnka hreyfingu milli svefnsvæða, aðlaga sig að líkamanum og fækka álagspunktum, en ásamt þessu er Reinforced Edge Perimeter gormakerfið einnig með sérstaklega styrktum kanti sem stækkar svefnflötinn og auðveldar þér að standa upp úr dýnunni.
Við sérsmíðum okkar eigin rúmbotna sem eru einstaklega sterkir viðarbotnar samsettir úr MDF og furu.
Við bólstrum einnig rúmbotnana og er hægt að velja mismunandi liti og áklæði.
Luxury Ellman Firm er lagervara og er hægt að fá afgreidda alla virka daga milli 08:00 og 16:00 svo framarlega sem birgðir séu til.
Lystadún-Snæland og Vogue rúmbotnar eru framleiddir eftir pöntunum. Afhendingartími er því 7 - 10 virkir dagar.
Luxury Ellman Firm er framleidd af King Koil, en þau hafa framleitt dýnur á sama stað í Connecticut fylki í Bandaríkjunum síðan 1898.
Allar Lystadún-Snæland og Vogue dýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru handgerð íslensk framleiðsla. Áratuga reynsla og gæði.
10 ára hlutfallsleg framleiðsluábyrgð er á öllum King Koil dýnum.
Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.