
Eberle 'BELLANA DELUXE' - Teygjulak (Anthrazit)
10.900kr. – 16.900kr.

Fatboy - RockCoco útiljósakróna,12 arma dökkgrá
92.200kr. 46.100kr.
ROYAL – Heilsukoddi (Memory Foam – 40×70)
4.450kr.
Frábær heilsukoddi frá Royal úr þrýstijöfnunarsvampi. Koddin er hannaður til að líkja eftir lögun líkamans og fylla uppí tómarúmið á milli háls og dýnu. Þannig hjálpar koddinn þér að ná fullkominni hvíld og fækka álagspunktum á hálsi og herðum. Koddaverið er úr pólýster og bómullarblöndu sem hjálpar til við hitastýringu á meðan sofið er. Koddaverið má setja í þvottavél á 40°C.
Stærð: 40x70cm
Til á lager
Þrýstijöfnunarsvampur (e. Memory Foam) er alveg einstaklega góður í framleiðslu á bæði heilsukoddum sem og dýnum. Helstu kostir þess að velja heilsukodda úr þrýstijöfnunarsvampi eru meðal annars:
- Stuðningur við háls og höfuð – Höfuðið á okkur vegur um 5kg. Það er ansi mikil þyngd sem margir venjulegir koddar eiga erfitt með að taka á móti og því sekkur höfuðið á okkur oft mun dýpra ofan í koddan en við myndum vilja. Þetta veldur auknu álagi á háls og herðar, enda myndast tog á hálsinn og vöðvarnir fá ekki að hvílast meðan þú sefur. Eftir því sem venjulegir koddar verða svo eldri versnar þetta og vandamálið stigmagnast. Þrýstijöfnunarsvampur lagar sig að lögun líkamans og heldur þeirri lögun síðan. Þetta gerir það að verkum að hann veitir líkamanum þínum nákvæmlega þann stuðning sem hann þarfnast hverju sinni, sem fækkar álagspunktum og í kjölfarið af því minnka verkir og stirðleiki.
- Stuðningur við hrygginn á þér – Hryggurinn á okkur stritar allan daginn, hvort sem við sitjum eða stöndum, og því er mikilvægt að hann fái hvíld þegar við sofum. Réttur koddi heldur hálsinum í beinni línu við hryggsúluna þína og stuðlar að aukinni og réttri hvíld.
- Hreinlæti og engir ofnæmisvaldar – Þrýstijöfnunarsvampur er unninn úr hráefnum sem eru náttúrulega örverueyðandi að eðlisfari, og eru ekki ofnæmisvaldandi. Það þýðir að þrýstijöfnunarsvampur kemur í veg fyrir bakteríumyndun, myglu og rykmaura og hentar til dæmis afar vel fyrir þá sem eru með astma.
- Hjálp gegn hrotum – Kvartar makinn yfir því að þú hrjótir? Það er margt sem getur valdið því að einstaklingur hrjóti eins og til dæmis kæfisvefn, kvef og fleira, en í mjög mörgum tilfellum er það einfaldlega vegna rangrar svefnstöðu. Rétt svefnstaða heldur öndunarveginum opnum á meðan röng svefnstaða gerir akkúrat öfugt. Koddi úr þrýstijöfnunarsvampi hjálpar þér að halda höfuð og hálsi í beinni línu við hryggsúluna, sem gerir það að verkum að öndunarvegurinn helst opinn sem minnkar þar af leiðandi líkurnar á hrotum.
- Einfalt í þrifum – Þrýstijöfnunarkoddar eru auðþrifnir. Bestu koddarnir koma í koddaveri sem má taka af og setja í þvott.
- Endingargóðir – Koddar úr þrýstijöfnunarsvampi eru yfirleitt örlítið dýrari en til að mynda koddar með microfiber fyllingu, en á móti kemur að þeir endast töluvert lengur ásamt því að veita þér meiri þægindi og betri stuðning. Ódýrir koddar endast oft ekki nema í 6 mánuði áður en þeir verða lufsulegir og lasnir, en góður koddi úr þrýstijöfnunarsvampi getur endst þér hæglega í allt að 3 ár og er því mun hagstæðari þegar uppi er staðið.