ERGOPURE 40 – Tvíbreitt rafmagnsrúm (160 – 200cm)
497.200kr. – 825.800kr.
ErgoPure 40 gerir þér kleyft að stilla rúmið þitt eins og þér hentar, án þess að vera að flækja hlutina. Einföld fjarstýring með einungis með fimm hnöppum gerir það einstaklega auðvelt að koma sér vel fyrir.
ErgoPure 40 stillanlegt heilsurúm er rafdrifinn rúmbotn frá Ergomotion sem bjóða uppá einhver öflugustu, sterkustu og hljóðlátustu rafmagnsrúm sem fáanleg eru í dag.
Hvaða dýnu má svo bjóða þér að hafa í stillanlega rafmagnsrúminu þínu?
ErgoPure 40 er einnig fáanlegt sem einbreitt rúm sem má skoða hér.
ErgoPure 40 er einfaldasti stillanlegi rafmagnsbotninn sem við bjóðum upp á frá Ergomotion. Fjarstýringin er einungis með fimm hnappa sem gerir það einstaklega auðvelt að koma sér vel fyrir.
Stillanlegu rafmagnsrúmin frá Ergomotion eru með þeim öflugustu og sterkustu sem fáanlegir eru í dag.
Öll tannhjól, fóðringar, festingar og liðamót eru úr næloni og því þarf ekkert að smyrja og þar að auki kemur ekkert ískur með tímanum.
Tveir mótorar í botninum, einn fyrir höfðalag og annar fyrir fætur, hvor með 380kg lyftigetu.
Gífurlega sterkt tvíhert sérvalið stál er notað í grindina undir botninum.
Fjarstýringin hefur einungis fimm hnappa:
- Upp og niður með höfuðlag
- Upp og niður með fætur
- Einn hnappur sem sendir rúmið í flata stöðu.
Við sérsmíðum okkar eigin rúmbotna sem eru einstaklega sterkir viðarbotnar samsettir úr MDF og furu.
Við bólstrum einnig rúmbotnana og er hægt að velja mismunandi liti og áklæði.
Ergomotion ErgoPure 40 er lagervara og er hægt að fá afgreidda alla virka daga milli 08:00 og 16:00 svo framarlega sem birgðir séu til.
Royal Corinna heilsudýnur eru lagervara og er hægt að fá afgreidda alla virka daga milli 08:00 og 16:00 svo framarlega sem birgðir séu til.
Lystadún-Snæland og Vogue heilsudýnur eru framleiddar eftir pöntunum. Afhendingartími er því 7 - 10 virkir dagar.
Ergomotion ErgoPure 40 er hannað í Kaliforníu og framleitt í Kína.
Royal Corinna heilsudýnur eru framleiddar í Kína.
Allar Lystadún-Snæland og Vogue dýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru handgerð íslensk framleiðsla. Áratuga reynsla og gæði.
10 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Ergomotion stillanlegum rafmagnsbotnum.
5 ára framleiðsluábyrgð er á Royal Corinna heilsudýnum.
5 ára framleiðsluábyrgð er á Lystadún-Snæland og Vogue heilsudýnum.
Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.