Royal Corinna

98.555 kr

Royal Corinna heilsudýna ásamt stífum klæddum rúmbotni og löppum. Um er ræða millistíft heilsurúm með góðu fimm svæðaskiptu pokagormakerfi og millistífri (áfastri) yfirdýnu. Einfalt og gott heilsurúm sem hentar einstaklega vel bæði sem einstaklingsrúm og hjónarúm. Rúmið er fáanlegt í öllum stöðluðum stærðum. Veldu þína stærð! Athugið að verðið miðast við dýnu, botn og fætur en einnig er hægt að kaupa stakar dýnur.

  • Til á lager

Millistíft heilsurúm með fimm svæðaskiptu pokagormakerfi og áfastri yfirdýnu til að gefa rúminu örlitla yfirborðsmýkt og aukin þægindi. Gormakerfið ásamt yfirdýnunni hleypir mjöðmum og öxlum örlítið ofan í dýnuna til að tryggja rétta lögun á hryggnum, stuðning og hámarks þægindi. Yfirdýnan er samsett úr 3,8 cm kaldsvampi með þéttleika 20 og 2 cm af pressuðum svampi með þéttleika 20. Gormarnir eru 18 cm á hæð og eru 609 talsins. Pokagormakerfið sem er í dýnunni gerir það að verkum að lítil hreyfing er á milli svefnsvæða. Með öðrum orðum, þegar annar aðill hreyfir sig þá finnur hinn minna fyrir hreyfingum sem eykur líkur á meiri slökun og betri hvíld.