King Koil Cadence Plush

224.200 kr

Cadence Plush heilsudýnan úr 2020 Luxury línunni frá King Koil er millistíf-til-mjúk. Forveri hennar, Alpine Plush, úr 2019 línunni sló rækilega í gegn en nú hefur King Koil gert góða heilsudýnu enn betri.
Dýnan er samsett úr sterkbyggðu fimmsvæðaskiptu pokagormakerfi til að tryggja þægindi og réttan stuðning við helstu álagspunkta líkamans. Umhverfisvænt Tencel™ áklæði veitir langvarandi þægindi og ver dýnuna fyrir örverum og bakteríum. Sjálfstæð pokagorma hönnun minnkar truflun milli svefnsvæða. Í yfirborði dýnunnar má finna háþróaðan gelsvamp ásamt svæðaskiptum kaldsvampi og poly fiber svampi sem stuðla að einstakri þyngdardreifingu og stuðnig. Til að fullkomna dýnuna eru síðan extra stífir Excellent Edge kantar allan hringinn á dýnunni til að stækka svefnflötinn og koma í veg fyrir að dýnan gefi eftir á köntunum þegar setið eða legið er á henni.

*ATH! Verð miðast við dýnu, botn og lappir. Við sérsmíðum okkar eigin rúmbotna og er hægt að velja um ótal mismunandi liti og áklæði. Hafðu samband við okkur.

  • Sérpöntun

Minni hreyfing milli svefnsvæða Njóttu þess að sofa vel í einangruðu pokagormakerfi. Hver gormur er klæddur í svampkenndan poka sem aðlagar sig að líkamanum ásamt því að koma í veg fyrir hreyfingu á milli svefnsvæða þegar annar aðilinn hreyfir sig.
Stærri svefnflötur Excellent Edge stífur (steyptur) svampur á öllum hliðum dýnunnar veitir meiri stöðugleika, stífa kanta til að sitja á og stærri nothæfan svefnflöt.
Aukinn stuðningur Þessi King Koil heilsudýna býður uppá nýtt háþróað pokagormakerfi ásamt háþróuðum gelsvampi, svæðaskiptum kaldsvampi og poly fiber svampi sem veitir fulkomin stuðning, auðveldar svefnhreyfingar og tryggir hámarks slökun.
Hannað og framleitt í USA King Koil hefur hannað og framleitt heilsurúm í Connecticut í Bandaríkjunum síðan 1898.
Pokagormakerfi Háþróað fimm svæðaskipt Contour Elite pokagormakerfi með 858 sérinnpökkuðum gormum sem er sérstaklega hannað til að draga úr hreyfingu milli svefnsvæða, aðlaga sig að líkamanum og fækka álagspunktum.
Adjustable Friendly Allar dýnurnar í Luxury línunni frá King Koil má nota á stillanlega (rafmagns) botna til að bæta svefngæðin enn frekar.
Tencel þræðir Yfirborð dýnunnar er úr umhverfisvænum Tencel þráðum sem eru náttúrulegir fíber þræðir úr trjám. Tencel þræðirnir hrinda frá sér bakteríum, stuðla að betri líkamshita yfir nóttina og enn betri öndun. Tencel er alveg einstaklega mjúkt en á sama tíma slitsterkt efni sem fer vel með húðina og tryggir langvarandi þægindi.
Rétt hryggjarsúla King Koil er eini dýnuframleiðandinn sem er með vottun frá alþjóða rannsóknarsamtökum kírópraktora (FCER & ICA) og Good Housekeeping (stærstu neytendasamtök Bandaríkjanna).