Um okkur

 

Rekkjan heilsurúm ehf

Kt. 681205-0120
Vsk.Nr. 88923
Ármúli 44
108 Reykjavík
Sími: 588-1955
www.rekkjan.is
Opnunartími
 
Virka daga
10:00 - 18:00
 
Laugardaga
11:00 - 16:00

Rekkjan heilsurúm (R.Room ehf.)

Rekkjan Heilsurúm var stofnað árið 1992, allar götur síðan höfum við verið með einkaumboð hér á landi fyrir King Koil.

 

King Koil rúmin hafa verið framleidd í Bandaríkjunum allt frá árinu 1898. King Koil er jafnframt eina fyrirtækið sem framleiðir dýnur með vottun frá bæði FCER sem er Alþjóða rannsóknarsamband Kiropraktora og Good Housekeeping, en það eru stærstu neytendasamtökin í Bandaríkjunum.

 

Góður nætursvefn er frumskilyrði þess að fólki geti liðið vel á daginn og sinnt nauðsynlegum verkefnum. Síðustu tvo áratugi hefur starfsfólk Rekkjunnar selt hágæðarúm frá King Koil og býr því yfir gríðarlegri þekkingu sem skilar sér til viðskiptavina í leit þeirra að draumarúminu.

 

King Koil heilsudýnurnar fást bæði með þriggja og fimm svæðaskiptri mýkt, bæði með gormum og bólstrun. Allt er þetta gert til þess að fólk fái þægilegan stuðning og aðhald við líkamann á réttum stöðum. Dýnurnar eru allar með steyptum köntum svo að þægilegt er að sitja á kantinum, sem oft vill láta undan á dýnum sem ekki eru með þessum eiginleika og endingin verður líka mun betri. Þar að auki gera steyptir kantar það að verkum að svefnflötur dýnunnar nýtist mun betur heldur en ella. Í dýnunum er einnig tvíhert háþróað gormakerfi. Allt þetta gerir það að verkum að King Koil heilsudýnurnar mega án efa teljast einhverjar þær albestu amerísku heilsudýnur sem framleiddar eru um þessar mundir.

 

Rétt er að benda þeim allra kröfuhörðustu á að Rekkjan selur einnig rúmin frá Dr. Breus sem framleidd eru af King Koil.  Dr. Michael J. Breus er sálfræðingur að mennt sem hefur sérhæft sig í svefni. Hann er með diplóma frá The American Board of Sleep Medicine og Fellow of The American Academy of Sleep Medicine. Þessari menntun hafði hann lokið einungis 31 árs að aldri og er hann þar með sá yngsti sem hefur afrekað það. Dr. Breus sérhæfir sig í svefnröskunum og er einn af einungis 163 einstaklingum í heiminum með þessa menntun.

 

Dr. Breus hefur skrifað bækur um svefn og svefnraskanir. Þar að auki hefur hann skrifað mikinn fjölda greina sem tengjast svefni á einn eða annan hátt. Þá kemur hann reglulega fyrir í sjónvarpsþáttum vestanhafs þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að vanda dýnu- og koddaval. Meðal þeirra sem hafa fengið Dr. Breus í viðtöl til sín eru; CNN, Oprah, The View og The Doctors. Hann kemur einnig reglulega fyrir í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti The Dr. OZ show.

 

Umræða um mikilvægi þess að ná góðum svefn er ávallt að aukast. Dr. Breus er orðinn vel þekktur og er algjör frumkvöðull þegar kemur að svefnrannsóknum. Hann vekur fólk til umhugsunar á allskyns svefnröskunum auk þess sem hann leggur mikið uppúr mikilvægi þess að fólk fái góðan nætursvefn.

 

Einnig erum við með frábært úrval af sængum, rúmfötum og heilsukoddum.

 

Hér erum við til húsa, á horninu á Ármúla & Grensásvegi:

 

http://smartwebber.rekkjan.is/images/image/id/155/?backurl=/images/&imagebackurl=/images/edit/id/20/translate/0

 

 

 

Starfsmenn Rekkjunnar hafa áralanga reynslu af sölu rúma, til að mynda hefur verslunarstjórinn Einar Herbertsson selt rúm í 25 ár og eru því fáir sem hafa jafn mikla reynslu og hann þegar kemur að rúmum. Ef þú kemur við í verslun okkar að Ármúla 44 hjálpar okkar þaulreynda starfsfólk þér við finna rétta rúmið.
 
 
 
Verslunarstjóri Einar Herbertsson einar(hjá)rekkjan.is
Sölumaður Kristján Þór Jónsson kiddi(hjá)rekkjan.is
Sölumaður Daði Örn Andersen dadi(hjá)rekkjan.is