Rekkjan Heilsurúm var stofnað árið 1992 og allar götur síðan höfum við verið með einkaumboð hér á landi fyrir bandaríska rúmframleiðandann King Koil, sem jafnframt er einn stærsti rúmframleiðandi á austurströnd Ameríku. King Koil rúmin hafa verið framleidd í Connecticut í Bandaríkjunum allt frá árinu 1898. King Koil er jafnframt eina fyrirtækið sem framleiðir dýnur með vottun frá bæði FCER sem er Alþjóða rannsóknarsamband Kírópraktora og Good Housekeeping, en það eru stærstu neytendasamtökin í Bandaríkjunum.

Góður nætursvefn er frumskilyrði þess að fólki líði vel á daginn og geti sinnt nauðsynlegum verkefnum. Síðustu tvo áratugi hefur starfsfólk Rekkjunnar selt hágæða heilsurúm frá King Koil og býr því yfir gríðarlegri þekkingu sem skilar sér til viðskiptavina í leit þeirra að draumarúminu. Rekkjan Heilsurúm sérsmíðar alla rúmbotna og höfðagafla sjálf en sú þjónusta gerir viðskiptavinum okkar kleift að geta valið um ótal mismunandi áklæði og liti.

King Koil er ávallt í stöðugri framþróun þegar kemur að hönnun á hinni fullkomnu heilsudýnu. Hér áður var algengt að nota einfalt Bonnel gormakerfi sem kjarna í heilsudýnur. Nú til dags notar King Koil nær eingöngu við hágæða fimm svæðaskipt pokagormakerfi í sinni hönnun ásamt því að bjóða uppá fjölbreytt úrval svampefna í efstu lög dýnanna. Þar af auki koma dýnurnar frá King Koil í mörgum stífleikum (t.d. stíft, millistíft, mjúkt) svo allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sitt hæfi. Allt er þetta gert til þess að fólk fái gott aðhald og réttan og þægilegan stuðning við helstu álagspunkta líkamans. Dýnurnar eru allar með steyptum köntum svo að þægilegt er að sitja á kantinum, sem oft vill láta undan á dýnum sem ekki eru með þessum eiginleika og endingin verður líka mun betri fyrir vikið. Þar að auki gera steyptir kantar það að verkum að svefnflötur dýnunnar nýtist mun betur heldur en ella. Í dýnunum er einnig tvíhert háþróað gormakerfi. Allt þetta gerir það að verkum að King Koil heilsudýnurnar mega án efa teljast einhverjar albestu amerísku heilsudýnur sem framleiddar eru um þessar mundir.

Fyrir um 10 árum hóf Rekkjan Heilsurúm sölu á hinum sívinsælu Ergomotion rafmagnsrúmum. Ergomotion, sem einnig er bandarískt fyrirtæki (eins og King Koil), hefur verið leiðandi í hönnun og þróun stillanlegra heilsurúma síðan 2005. Gæði, ending, hámarks slökun og vellíðan eru þar í fararbroddi. Rekkjan Heilsurúm er afar stolt af því að bjóða uppá Ergomotion rafmagnsrúmin. Öll Ergomotion rafmagnsrúmin eru gríðarlega sterkbyggð, úr tvíhertu stáli og með mótorum frá þýsku fyrirtæki sem ber heitið Okin Motors. Hægt er að velja um ólíka rafmangsbotna með mismiklum eiginleikum. Allt frá því að vera mjög einfalt, þ.e. hækka/lækka höfuð- og fótalag, í að vera með minnisstillingum, þyngdarleysisstöðu (zero g), nuddi, led ljósum, usb tengjum, bluetooth tengjum fyrir síma, auka mótorum fyrir mjóbaksstuðning og höfuðlag .Þannig ættu allir að geta fundið rafmagnsrúm sér við hæfi. Umræða um mikilvægi þess að ná góðum svefn er ávallt að aukast og viljum við tryggja að Íslendingar hafi aðgang að hágæða heilsurúmum (með rafmagni eða ekki) sem veita góðan stuðning og stuðla að góðum nætursvefni en góður nætursvefn er forsenda vellíðunar.

Rekkjan Heilsurúm býður einnig uppá fjölbreytt úrval af lökum en hin sívinsælu Bellana Deluxe teygjulök eru til að mynda fáanleg í 28 mismunandi litum. Þar að auki höfum við alltaf verið með mikið og gott úrval af sængum, heilsukoddum, hlífðarlökum, rúmfötum og fleira.

Starfsmenn Rekkjunnar hafa áralanga reynslu af sölu rúma, til að mynda hefur verslunarstjórinn Einar Herbertsson selt rúm í 25 ár og eru því fáir sem hafa jafn mikla reynslu og hann þegar kemur að rúmum. Ef þú kemur við í verslun okkar að Ármúla 44 hjálpar okkar þaulreynda starfsfólk þér við finna rétta rúmið.

 

http://smartwebber.rekkjan.is/images/image/id/155/?backurl=/images/&imagebackurl=/images/edit/id/20/translate/0