Þjónusta

 

Heimsending.

Markmið Rekkjunnar er að bjóða upp á hagstætt vöruverð og því hefur viðskiptavinurinn alltaf val um að sækja vöruna sjálfur eða nýta sér heimkeyrslumöguleika Rekkjunnar gegn vægu gjaldi.
 


Pakki 1: Verð 8.900 kr m/Vsk. -  Heimsending

 • Heimkeyrsla á Stór-Reykjavíkursvæðinu
 • Móttakandi þarf að vera heima á þeim tíma sem heimkeyrslan fer fram
 • Einn maður á bíl frá Rekkjunni aðstoðar móttakanda við burð á vörum inn á heimili
 • Ekki er um aðstoð við uppsetningu eða forfæringu á húsgögnum eða innanstokksmunum að ræða
 • Kaupandi/móttakandi ber alla ábyrgð á vörum frá sendibíl
 • Hvers konar tjón og/eða skemmdir sem verða á vörum eftir að þær eru komnar úr bílnum er á ábyrgð viðtakanda, þar sem trygging sendibílsins nær ekki yfir tjón af því tagi. Ábyrgð á vörum líkur þegar út úr bílnum er komið, eftir það ber kaupandi alla ábyrgð
 • Heimsending er eingöngu á virkum dögum milli kl. 14:00 og 18:00
 • Ekki er hægt að tryggja heimsendingu samdægurs
 • MIKILVÆGT er að þegar sendibílstjórinn kemur með sendinguna að annar sterkur einstaklingur sé á svæðinu til þess að bera með bílstjóranum

 


Pakki 2: 19.900 kr m/Vsk. - Lúxussending

 • Heimkeyrsla og uppsetning með tveimur mönnum, eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu
 • Tveir menn flytja vörurnar frá Rekkjunni inn fyrir dyr viðtakanda og á sinn stað, vörur teknar úr umbúðum og allt rusl fjarlægt og hent
 • Rúm, sófar og hægindastólar eru sett saman ef óskað er eftir
 • Ekki er um forfæringu á húsgögnum eða innanstokksmunum að ræða
 • Ábyrgð á vörum er heim að dyrum, eftir að inn er komið ber kaupandi alla ábyrgð
 • ATH! Ekki innifalið að farga gömlum húsgögnum

 


Aukaþjónusta:

Akstur á flutningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu (t.d. Flytjandi, Landflutningar). 3.900 kr m/Vsk.

 • Innifalið er akstur frá Rekkjunni á flutningastöðvar á Stór-Reykjavíkursvæðinu
 • Sendingaraðilar rukka svo samkvæmt sínum gjaldskrám sem finna má á vefsíðum þeirra

 

Sending á næsta pósthús. 950 kr m/Vsk

 • Innifalið er sending frá Rekkjunni á næsta pósthús
 • Pósturinn rukkar svo samkvæmt sinni gjaldskrá sem finna má á vefsíðu þeirra
 • ATH! Þetta á einungis við um gjafavöru og aðrar smærri vörur (t.d. lök, koddar). Ef um stærri vörur eru að ræða er hægt að greiða 3.900 kr fyrir akstur frá Rekkjunni á póstmiðstöð Póstsins í Stórhöfða, Reykjavík (sjá f. ofan)

 

Förgun á gömlu rúmi. 6.500 kr m/Vsk

 • Eldra rúm fjarlægt og fargað á Sorpu