ALEXA – Einbreitt Heilsurúm (140cm)
221.800kr. – 229.700kr.
Alexa einbreitt heilsurúm er með frábæru heilsudýnunni Alexa sem við köllum gjarnan drottninguna frá Royal, enda er Alexa engri lík þegar kemur að þægindum.
Alexa er millistíf pokagormadýna með tvöföldu fimm svæða gormakerfi, þykku þægindalagi úr kaldsvampi og memory foam og er klædd vatteruðu dýnuveri.
Pokagormadýnur fjaðra og dempa vel, auðvelda hreyfingu á næturna og veita góða öndun.
Alexa er einnig fáanleg sem tvíbreitt rúm sem má skoða hér.
Royal Alexa er mjög sterkbyggt og vandað, millistíft heilsurúm með tvöföldu fimmsvæðaskiptu pokagormakerfi sem tryggir að líkaminn fái réttan stuðning og fullkomna hvíld.
Tvöfalt pokagormakerfið gerir það einnig að verkum að hreyfing á milli svefnsvæða er lítil sem engin auk þess sem rúmið hentar fullkomlega fyrir tvo einstaklinga sem eru misþungir.
Kirsuberið á toppnum er svo þykkt þægindalag sem algjörlega kúrir þig í svefn.
Royal Alexa er millistíf.
Dýnuverið utan um Royal Alexu er saumað úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu.
Dýnuverið er sömuleiðis vatterað sem að eykur yfirborðsþægindi dýnunar og bætir kælingu. Þar að auki er þunnt lag af þrýstijöfnunarsvampi inní dýnuverinu fyrir aukin þægindi.
Royal Alexa heilsurúmið skartar mjúku þægindalagi sem sem vinnur einstaklega vel með tvöfaldu pokagormakerfi dýnunnar í að aðlaga sig fullkomlega að líkamanum og létta á helstu álagssvæðum.
- Þægindalagið er blanda af burðarmiklum 3cm þykkum þrýstijöfnunarsvampi og 3cm þykkum lagskiptum kaldsvampi sem styður ótrúlega vel við líkamann og eykur þægindi til muna.
- Svampblandan ásamt tvöfalda pokagormakerfinu tryggir einnig að hreyfing á milli svefnsvæða verður lítil sem engin.
Royal Alexa heilsurúmið er með tvöfalt fimmsvæðaskipt pokagormakerfi.
- Efra pokagormakerfið er samansett af 7,5cm gormum, samtals 609 stykki.
- Neðra pokagormakerfið er samansett af 17cm gormum, samtals 840 stykki.
- Hver gormur er sérinnpakkaður í nylon poka, sem eru svo límdir saman á þremur punktum. Þetta gerir gormakerfið mun sterkara, og gerir það að verkum að það lagar sig að líkamanum og tryggir að hreyfing milli svefnsvæða verður lítil sem engin.
- Pokagormakerfið er fimm svæða skipt til að tryggja að líkaminn fái réttan stuðning og til að létta á helstu álagspunktum líkamans (axlir og bak).
Kantarnir á dýnunni eru sérstaklega styrktir. Það stækkar svefnflötinn og auðveldar fólki að standa upp úr rúminu.
Við sérsmíðum okkar eigin rúmbotna sem eru einstaklega sterkir viðarbotnar samsettir úr MDF og furu.
Við bólstrum einnig rúmbotnana og er hægt að velja mismunandi liti og áklæði.
Royal Alexa heilsudýnan er lagervara og er hægt að fá afgreidda alla virka daga milli 08:00 og 16:00 svo framarlega sem birgðir séu til.
Lystadún-Snæland og Vogue rúmbotnar eru framleiddar eftir pöntunum. Afhendingartími er því 7 - 10 virkir dagar.
Layla er framleidd í Kína.
Allar Lystadún-Snæland og Vogue dýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru handgerð íslensk framleiðsla. Áratuga reynsla og gæði.
5 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Royal dýnum.
Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.